Vinir Glamúrgellunnar

Saturday, March 22, 2008

Tímarnir breytast og fólkið með. Ákvað þess vegna að búa til nýtt "Vinir mínir" blogg - vildi ekki eyða því gamla því það átti einu sinni við.
Stundum segi ég "mér þykir vænt um hann/hana" en mér þykir auðvitað vænt um alla sem hér eru..og fleiri til!

Albert Finnbogason
MH vinur. Indy&Arty, er það ekki það eina sem maður segir um Albert? Nei hann er dúlla. Ég hef trú á honum og Berglindi Sunnu, hlakka til að fá boðskort í brúðkaupið. Ég gæti rætt margt við hann, ef hann er ekki í stríðnu skapi.

Andri Már Númason

Fyrrverandi kærasti. Segir allt sem segja þarf, miklar tilfinningar og mikil væntumþykja.

Anna Margrét Ásbjörnsdóttir
MH vinkona. En var samt með mér á leikskóla. Dansmær, hávær, glaðvær. Mér finnst hún mjög sæt.

Anton Örn Elfarson
MR vinur. Hann er skemmtilegur og honum finnst gaman að hjóla. Stelpurnar flykkjast að honum.

Atli Bollason
Bróðir minn. Lít mest upp til hans af öllum. Hann er mjög skemmtilegur og alltaf að gera einhverja áhugaverða hluti. Hann hefur unnið við mjög skemmtileg störf, t.a.m. verið í hljómsveit, ritstjóri, pikkaló á Sögu o.s.frv. Hann á kærustu sem heitir Svala og er líka frábær. Hún á marga fallega hluti og föt.

Arnór&Ívar
MH vinir. Ég flokka þá saman. Þeir eru snarklikkuðustu týpur sem ég veit um. Haha, góð lýsing.

Auður Böðvarsdóttir
Frænka mín. Við ætlum alltaf að halda hópinn. Hress og skemmtileg, svolítið lík týpa og ég í mörgu? Hún er að fara í HÍ í verkfræði.

Álfhildur Pálsdóttir
Réttó vinkona. Ein af Mjólkurfernum. Þykir svo vænt um hana. Djöfull er hún falleg! Við eigum í þannig sambandi að það er allt í lagi að tala ekki saman í langan tíma, ég gæti samt talað við hana um allt.

Ásdís Ólafsdóttir
MH vinkona. Sterk og ótrúlega klár. Hún er framtíðin. Ég er búin að digga Ásdísi sérlega vel í sumar. Hallgrímur á hug hennar og hjarta.

Áslaug Gunnarsdóttir
Fossvogsskóla vinkona. Besta vinkona mín, óendanleg væntumþykja. Hún æfir handbolta eins og lífið liggi við og fær 10 í skólanum. Ásamt því að hugsa um Björn.

Benjamin Wendel
Þýskalandsvinur. "Bróðir" minn úti. Við náum alltaf betur og betur saman, eftir því sem hann þroskast og mér fer meira fram í þýskunni.

Björn Atli Davíðsson
Kærastavinur. Kærasti Áslaugar. Þau eru eitt. Ég digga Bjölla í tætlur.

Bryndís Þóra Þórðardóttir
Frænka mín. Vorum ofboðslega góðar vinkonur í æsku og erum enn. Við ætlum að halda hópinn með Auði. Nú er hún á leið til Spánar að lifa lífinu. Bryndís er heimsborgari.

Dóra Hrund Gísladóttir
MH vinkona. Mjög klár. Kann alltaf að meta hana betur og betur með hverjum deginum sem líður. Búin með MH, er að klára burtfararpróf og á leið í Myndlistarskólann. Ég hef þónokkrum sinnum hugasð "ég vildi að ég væri eins og Dóra"

Edda Sigfúsdóttir
Ungmennaráðsvinkona. En samt ekki, alhliða vinkona. Ég myndi treysta henni fyrir öllu og lífi mínu líka. Jafningjafræðsludrottning.

Edda Björk Ragnarsdóttir
Réttó vinkona. Nemendaráð færði okkur saman og við áttum margar stundir eftir böll þar sem strákarnir voru ræddir fram og til baka. Göngutúrar tóku svo við í menntaskólanum. Við erum ofboðslega góðar vinkonur þótt við hittumst sjaldan.

Ellert Finnbogi Eiríksson
Réttó vinur. Mér finnst hann svo fyndinn. Mig langar að hitta hann oftar en ég geri.

Einar Gunnar Guðmundsson & fjölskylda
Bróðir minn. Arna, Hlynur, Haukur og Kolbeinn eru fjölskyldan hans. Þau eru svo falleg fjölskylda og dugleg í því sem þau gera.

Erla María Markúsdóttir
Ungmennaráðsvinkona. Eistagellur munu alltaf vera vinkonur. Erla er frábær og næstum ári yngri en ég, sem er gaman. Ég hlakka til að hitta hana þegar ég verð áttræð.

Eva Björg Björgvinsdóttir
Réttó vinkona. Steiktasta manneskja sem ég þekki, en það er það sem gerir Evu að því sem hún er. Hún er 6 dögum eldri en ég. Djammari af guðs náð.

Eygló Ásta Þorgeirsdóttir
MH vinkona. Ein af bestu vinkonum mínum. Það er svo gaman að hitta hana og deila lífinu. Við skiljum hvora aðra og erum á sömu -höfum allt á hreinu- línu í tilverunni. Hún er líka Eistagella.

Eysteinn Ívarsson
MH vinur. Mjög næs gaur, hefur breyst mikið frá því á busaárinu þegar hann mætti með sixpensarann og axlaböndin. Stelpurnar dýrka allar Eystein en hann er í dúllusambandi.

Garðar Sævarsson
Hótel Sögu vinur. Gamli yfirmaðurinn minn sem ég dýrka. Við eigum í fyndnu msn/"égerfulloghringiígarðar" sambandi.

Gestur Jónsson
Réttó vinur. Mjög myndarlegur, á fyndna systur. Mér finnst við ná vel saman, skiljum að við lifum ólíku lífi með mismunandi áhugamál (fyrir utan handbolta) og sýnum því virðingu.

Guðmundur Kristjánsson
MH vinur. Hann er fótboltahetja, það er gaman - celebið í vinahópnum. Það er meira á bakvið manninn en maður gæti haldið. (má segja svona? Það er meint svo vel)

Guðrún Magnúsdóttir
MH vinkona. Við hugsuðum báðar "þessi stelpa er örugglega ágæt en ekki neitt fyrir mig" þegar við sáumst fyrst. Svo kynntumst við og ég dýrka Guddu Skyttu. Maður á oft meira sameiginlegt en maður heldur.

Gunnar Ragnarsson
MH vinur. Hann er líka celeb, Jakóbínarína skiljiði. Núna er hann í Flensborg og að kæra hina og þessa menn.

Gyða Lóa Ólafsdóttir
MH vinkona. Hún er frábær! Kemur mér meira og meira á óvart og við náum vel saman. Ein besta vinkona mín í sumar. Gyða Lóa veit hvernig hún á að vera eftir aðstæðum. Við djókum mikið en eigum líka alvarlegar stundir.

Hafdís Helga Helgadóttir
MH vinkona. Hún veit margt um mat og mér finnst að hún eigi að vera næringarfræðingur en hún ætlar að verða leikkona, sem hún er kannski líka svolítið góð í. Mér finnst Hafdís mjög falleg.

Halldór Arnarsson
MH vinur. Við erum alltaf ósammála og hann þolir ekki að tapa þannig að hann hefur frekar góð rök fyrir sínu máli alltaf. Nú er hann á leið til Danmerkur að spila fótbolta.

Handboltastelpurnar
Handboltavinkonur. Ég set þær bara allar saman. Ég hitti þær á hverjum degi og við æfum saman. Það er gaman og mér finnst þær skemmtilegri eftir því sem ég kynnist þeim betur.

Haukur Hallsson
Réttó vinur. Mér þykir mjög vænt um hann. Hauki finnst ótrúlega gaman að vinna í bókabuð, drekka kaffi, lesa heimsbókmenntir og reykja sígarettur. Segir það ekki allt sem segja þarf um manninn? Þegar ég les bækur eftir Sigurð Pálsson hugsa ég um Hauk.

Helga Björg Antonsdóttir
Fossvogsskóla vinkona. We go way back. Mér þykir svo vænt um hana og finnst alltaf gaman að hitta hana þótt það gerist ekki oft.

Hjálmar Þór Arnarson
Réttó vinur. Hjálmar er góður í handbolta og hann á barn og hann er skemmtilegur. Mér finnst gaman þegar hann hringir í mig og segir "sælar prinsessa"

Hjalti Þórðarsson
Réttó vinur. Þegar ég hugsa um Hjalta sé ég hann fyrir mér koma hjólandi í útilegu um árið. Það var svo ógeðslega fyndið. Hann er svo mikil dúlla. Og svo góður.

Hlöðver Eggertsson
MH vinur. Hann hefur breyst mjög mikið í útliti frá því við byrjuðum í MH og það til betri vegar. Hlöðver segir margt fyndið og hann kemur oft með skemmtilega vinkla á hlutunum.

Hrönn Magnúsdóttir
MH vinkona. Hún var au-pair í London og naut þess í botn. Ég held að hana langi bara út aftur. Hrönn er alltaf vel tilhöfð og á nokkrar rosarosa góðar vinkonur. Hrönn kann ekki að segja N. Hún er algjör dúlla.

Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir
Ungmennaráðs vinkona. Hún er í Eistagellum. Ég vil að hún (og hinar) verði alltaf vinkona mín. Ingibjörg er svo ótrúlega sterk og góð að syngja og bara í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Ég hef mikla trú og mætur á henni.

JÓN PÉTUR ZIMSEN
Réttó vinur. Hann er uppáhalds kennarinn minn. Ég hringi í hann einu sinni á ári þegar ég fer í útilegu og ætla að bjóða honum í stúdentsveisluna mína. Ég á Jóni margt að þakka.

Kristín Maríella Friðjónsdóttir
Fossó vinkona. Við vorum bestu vinkonur nánast allan grunnskóla. Mér þykir mjög vænt um hana og þekki hana vel.

Lárus Valur Kristjánsson
Fossó vinur. Við höfum verið saman í skóla síðan í 6 ára bekk. Mér finnst alltaf gaman að hitta hann, sérstaklega þegar hann er í góðu skapi. Það er líka gaman þegar hann kyssir mann á kynnina þegar hann er fullur.

Lena Wenig
Þýskalands vinkona. Hún er lítil og heitir Wenig! Hún er dúlla og finnst gaman að djamma.

Linda Ósk Árnadóttir
MH vinkona. Henni finnst gaman að fá sér bjór og gaman að dansa og tjútta og vera sama um margt sem skiptir engu máli. Ég held að það sé nánast alltaf gaman hjá Lindu, nema kannski í STÆ 603 hjá Þórarni.

Magnús Örn Sigurðsson
MR vinur. Maggi er frábær. Ég hlakka til að eiga hann sem vin alltaf. Ég get lært margt af honum og það er alltaf bjart og gott og skemmtilegt í kringum hann. Mér þykir mjög vænt um hann. Hann var líka einu sinni smá kærastinn minn.

Mamma&Pabbi
Foreldrar mínir. Þau eru frábær og hafa alið mig upp í þá sem ég er í dag. (það er nú stórkostlegur árangur, ekki satt?) Þau eru duglegt fólk sem eiga fallegt heimili og góða fjölskyldu eins og því væri lýst í Hús&híbýli eða eitthvað. Þau treysta mér sem ég elska. Ég má líka alltaf halda partí. Vúhu!

Miriam Adwan
Þýskalands vinkona. Hún var ein af bestu vinkonum mínum úti. Á jórdanskan pabba og viðkunnalega mömmu. Hún æfir handbolta og er alltaf á föstu. Ég kalla hana "lítinn apa" á íslensku og hún segir "kleiner Affe" við mig. Ooo dúllur!

Mona Schönwitz
Þýskalands vinkona. Hún æfði handbolta með mér en var í öðrum skóla. Pínu þybbinn en höndlar mennina vel. Alltaf brosandi.

Oddur Júlíusson
Réttó vinur. Eða ég kynntist honum allavegna þegar ég var í Réttó. Hann er mjög fyndinn og segir margar sögur. "Við erum stödd uppi á fjalli" er fyndnasta sagan. Einu sinni var ég skotin í Odd. Hann ætlar að verða leikari og er alltaf að vinna í einhverjum skemmtilegum verkefnum.

Óttar Filipp Pétursson
Réttó vinur. Ég held að ég hafi mjög sjaldan átt í venjulegum samræðum við Óttar, bara fyndnum um eitthvað bull - sem er gaman. Hann er handboltamaður. Fyndinn handboltamaður.

Rakel Sif Haraldsdóttir
MH vinkona. Hún er krútt sem er stundum hörð. Hún á endalausan fataskáp, eingöngu kjólar samt. Hún tekur djammið alvarlega og hatar ekki bjórinn. Ég held að enginn elski köttinn sinn jafn mikið og Rakel, "Mandlaaa, Mandla mín músímúsímús"

Sigurður Jón Júlíusson
Réttó vinur. Við kynntumst samt betur í MH. Hann segir mikið af fyndnum hlutum og hefur oft fyndna sýn á hlutina. Hann keyrir mig oft heim sem ég er þakklát fyrir.

(R) Skúli
MH vinur. Hann er listrænn. (LOL) Hann er á leið í Myndlistaskólann eins og Dóra. Hann talar lágt, er myndarlegur, var með mér í stjórn og á Pukkelpop.

Svala Lind Þorvaldsdóttir
MH vinkona. Hún er ofboðslega myndarleg og klár. Hún kemur mér alltaf á óvart þegar ég tala við hana, á góðan hátt.

Sveinbjörn Finnsson
MR vinur. Ég fíla hann í tætlur. Einu sinni voru hann og Unnur kærópar en nú er hann með yndislegri Önnu. Líf Sveinbjörns er í röð og reglu og ég fíla það. Hann er góður strákur.

Sverrir Bollason
Bróðir minn. Hann er 9 árum eldri en ég og ég finn hvernig aldursmunurinn á okkur minnkar með hverju árinu. Hann á lítinn strák, Odd með unnustunni sinni henni Ingu Rún. Ég er guðmóðir Odds sem mér finnst óskaplega gaman. Ég hef svo mikla trú á Oddi, hann er framtíðin. Sverrir er samt frábær, ég er alltaf að komast að því hvað við erum lík, líkari en ég og Atli t.d. Nú er hann virðulegur umhverfisverkfræðingur.

Þórey Heiðarsdóttir
Réttó vinkona. Henni finnst gaman að djamma og hafa gaman. Hún er feministi og er að pæla í skemmtilegum hlutum. Hún hefur breyst og þroskast mikið síðan í Réttó. Nú er hún á leið til Brighton á vit ævintýranna.

Tinna Óðinsdóttir
Réttó vinkona. Ein af Mjólkurfernum. Mér þykir ofboðslega vænt um hana. Hún er að meika það í fótboltanum og ég horfi á hana keppa nánast alla leiki. Ég vildi hitta hana miklu oftar en ég geri. Ég er enn á því að hún hafi átt að koma í MH í staðinn fyrir að rotna í MS.

Unnur Magnúsdóttir
MH vinkona. Stundum langar mann bara að kippa í Unni og segja henni að hugsa, en það er einmitt það sem gerir hana að því sem hún er. Hún er skemmtilega kærulaus og hálf stefnulaus. En eins og ég segi, það er sú sem hún er og

Vala Guðmundardóttir
MH vinkona. Ég digga hana vel. Henni finnst gott að sofa og borða nammi. Hún og Svala eru góðar vinkonur sem er mjög fyndið - Svala&Vala!