Vinir Glamúrgellunnar

Sunday, June 11, 2006

Þetta eru vinir mínir eða félagar.
Þetta var aðallega gert fyrir sjálfa mig svo ég gæti lesið þegar skapið væri ekki upp á sitt besta. En þið megið njóta líka, þetta tók ógeðslegan tíma! :)
..og myndirnar eru sumar kannski ekki flottastar í heimigeimi en ég nennti ekki að eyða meiri tíma í að finna þær. Og fann engar fyrir 3, fann bara alltof stórar..

Andri Már Númason - Hann er náttúrlega bestur, enda kærastinn minn. Hann er í alvöru besti maður sem ég hef kynnst, ég gæti verið með lofræðu um hann í allan dag. Ég held að ég verði bara ástfangnari af honum með hverjum degi sem líður. Hann hefur sýnt mér aðra hlið á heiminum og ég veit hvað skiptir máli núna. Sama hvernig fer með okkur, og útlitið er ekkert nema bjart, þá mun ég aldrei sjá eftir þessum tíma. Mig langar ekkert meira en að eignast börn og giftast Andra. Ég elska þig kubburinn minn.


Albert Finnbogason - Albert er með bumbu. Hann er líka hæalltaf svo almennilegur og sýnir því sem maður segir áhuga. Jafnvel þótt að ég byrji allt sem ég segi á orðunum "ó mæ gat á ég að segja þér?!". Hann er líka algjör tónlistagúru og það er gaman að hlusta á tónlistina hans.
nosoulman.blogspot.com

Sæt mynd

Álfhildur Pálsdóttir - Með betri vinkonum mínum en samt tölum við ekki nóg saman eða hittumst nógu oft. Hún er rosalega skemmtileg og þægileg, mann langar alltaf að hitta hana. Hún er líka með eindæmum falleg, gæti alveg trúað að hún færi í fegurðarsamkeppni einn daginn. Mér þykir ofboðslega vænt um hana.


Ásdís Ólafsdóttir - Kynni okkar eru góð. Hún birtist bara allt í einu í MH og við urðum vinkonur. Hún er rosalega hress og skemmtileg. Hún hætti að drekka og er meiri kúrikelling núna. Hún á kött sem er sætur en ég er með ofnæmi fyrir honum.
blog.central.is/bosomania

ÝKT mynd ;)!

Áslaug Gunnarsdóttir- Hún er besta vinkona mín ásamt fleirum. Ég myndi gera allt fyrir hana. Ég veit hver 90% af fjölskyldunni hennar er (stæði mig örugglega vel á ættarmótum sko..) og við vitum svo mikið hvað sama fólkið er, og það er svo gaman. Hún er algjör froskur og kleina. Svo er hún líka hörku driver, þessi stelpa er sko alltaf á rúntinum! Ég held að mér þyki einna vænst um hana í heiminum.
blog.central.is/slaug


Auður Böðvarsdóttir - Hún er frænka mín og er svakalega flipp! Hún á sætan kærasta og hann er líka góður í fótbolta. Auður er í MS og fílar það í tætlur (held ég). Hún hefur alltaf verið sprelligosi og segir fyndna brandara.
blog.central.is/theshrimps

Birgir Þór Harðarsson - Hann var einu sinni með rosa mikinn kúkahúmor og algjör sprelligosi. Við vorum saman í Nemendaráði í 8. og 10. bekk og það má með sanni segja að Birgir hafi þroskast á þeim tíma, meira að segja bara sumarið eftir 10.bekk líka. Þá fórum við saman til Eistlands með Ungmennaráði og þar var hann awesome! Hann er -Ráðs gúrú eins og ég og ég fíla þannig fólk. Hann er líka að meika það í Verzló, einmitt með bindinu sem Edda sagði honum að kaupa á Arlanda flugvelli. Ég þyrfti að fara að kíkja í heimsókn til Birgis.
osti.tk


Birta Austman Bjarnadóttir - Eða Fyllibirta eins og ég vil kalla hana er stelpa sem var með mér í skóla alla mína grunnskólagöngu. Hún var alltaf svolítið spes og við kepptumst um að vera bestar í stafsetningu í 7.bekk. Í 9.bekk breyttist Birta úr því að vera proffi proffanna í það að vera mega gella. Það var alls ekki slæm breyting og heilaga þrenningin, Birta, María og Helga Björg urðu the hippest! Þær eru ógeðslega fyndnar saman..


Bryndís Þóra Þórðardóttir - Hún er frænka mín. Við höfum verið ofboðslega góðar vinkonur síðan ég fæddist. Ég gæti sagt trilljón sögur af okkur. Mig langar svolítið að endurlifa barnæskuna og prófa að gista hjá henni einhverja helgi. Það væri geðveikt! Alveg eins og back in the days. Þá gistum við oft saman heila helgi og endalaust stuð á okkur. Hún kenndi mér flest öll spil sem ég kann í dag. Hún er frábær!
politan.bloggar.is


Dóra Hrund Gísladóttir

Edda Björk Ragnarsdóttir - Við kynntumst í gegnum bjöllukórinn og Nemendaráð. Við förum reglulega í göngutúra um hverfið, ég elska það! Við náum rosa vel saman og það er mjög gaman þegar við erum að spjalla, en sambandið nær ekkert út fyrir það og við erum sáttar með það. Ef ég ætti að velja líf einhverra vina minna til að lifa þá myndi ég velja Eddu líf. Ég held að við eigum alltaf eftir að vera vinkonur, hlakka til að verða gömul og segja henni frá ástarlífinu og slúðrinu :)
djarfar.tk


Edda Sigfúsdóttir - Við erum rosalega góðar vinkonur þótt við hittumst ekki það oft. Hún er í Eistagelluhópnum mínum og náum að tengjast vel í gegnum Ungmennaráð, þó skoðanirnar séu oft ólíkar. Ég sé Eddu vel fyrir mér sem framtíðarvinkonu sem kemur í kaffi og svona, ef hún verður ekki of mikið sjálfstæðispakk :). Eins gott að hún næli sér í skemmtilegan mann haha! Hún er samt alveg eins og ég í svo mörgu og það er svo gaman. Ég fíla hana í tæætlur!
eddafusa.blog.is


Ellert Finnbogi Eiríksson - Hann er góður strákur. Og sætur. Hann er líka kærastinn hennar Álfhildar. Þau eru nú meiri sjónvarpshjónin. Ég held að ef ég þekkti Ellert aðeins meira þá kæmi hann mér stöðugt á óvart. Bloggið hans gerir það. Það er mikið spunnið í strákinn.
ellert.stuff.is


Erla María Markúsdóttir- Hún er í elskubesta Eistagellu hópnum mínum. Við urðum allar svo ofboðslega góðar vinkonur úti í Eistlandi og höfum haldið hópinn síðan. Ég þekki Erlu eiginlega ekkert nema í kringum þennan hóp. Hún er rosalega ljúf og góð, en svo brýst villidýrið stundum út. Hún elskar allt blátt, á afmæli á gamlársdag og er ástfangin upp fyrir haus. Við verðum alltaf saman í saumaklúbb, er það ekki?
blog.central.is/erlamaria


Eva Björg Björgvinsdóttir - Hún er yndisleg! Svo mikil steik og utan við sig að það er ekki hægt annað en að hlægja. Hún er í vinkonuhópnum og við hittumst eiginlega bara í gegnum það. Ég veit ekki hvað ég á að segja meira - en ég elska Evu og hún er frábær!


Eygló Ásta Þorgeirsdóttir - Sjæse mikil ghéélla. Ég kynnist henni líka í Eistlandi og svo erum við saman í MH. Hún er mega töffari og rosalega skemmtileg. Típísk MH gella sem er næs. (þetta er artí texti skiljiði). Ég elska hláturinn hennar.
myspace.com/eyglo


Fríða - Mér líkar svo ofboðslega vel við hana. Nú er hún í Vík að tjilla. Ég held að fæstir þekki Fríðu, maður kemst ekkert að henni í fyrstu tilraun sko. En við áttum góða leikfimi- og dönskutíma saman (þegar hún mætti tíhíhí). Hún er ógeðslega hipp og kúl. Öll inní senunni og svoleiðis sko.
myspace.com/tussa


Garðar Sævarsson- Hann er yfirmaðurinn minn. Nei djók, hann er það ekkert lengur. Og svo er hann bara að verða 20. Ég vil hafa hann með í vinum mínum af því að hann er svo skemmtilegur og kemur mér alltaf í gott skap. Það er langt skemmtilegast í vinnunni þegar hann er. Ég held að það sé best að segja ekkert meira, maður á ekki að tala of mikið um yfirmennina sína. Eða nei hann er það ekki, en ég er sérlegur aðstoðarmaður hans hehe.


Gestur Jónsson - Hann er harður gaur. Inni í jaðaríþróttum og svoleiðis. Hann á bíl þar sem gírstönginn er hauskúpa, það er frekar fyndið. Hann er gæji sem allir elska, er alltaf nokkuð rólegur og myndarlegur. Svo eru mamma hans og pabbi algjört æði. Stundum segir hann mér að slappa af, aðallega þegar mamman í mér kemur upp. Það er bara gott. Hann er góður gaur.


Gríma Kristjánsdóttir - Hún er í MH og er leiklistargúrú. Ég öfunda hana oft, á góðan hátt samt. Hún er svo opin og skemmtileg og á svo marga vini, aðallega í gegnum leikfélagið. Hún nær tengslum við fólk sem ég held að fæstir nái. Svo líður henni líka vel í kringum mig og það er gott. Já vá hvað ég er ánægð með það. Ég þarf að kynnast Grímu svo miklu betur og finna þessi tengsl sem hún myndar betur.
blog.central.is/grima_krist


Gyða Björg- Hún er artí og hardcore maður. Og grænmetisæta! Hún var í Reykjavíkurráði og svo í MH. Ég þekki hana frekar lítið. Hún og Fríða eru like this. Gyða er svo allt öðruvísi en ég og það er gaman. Stundum langar mig að vera jafn villt og tryllt og hún. Ég fílana hún er kúl.
myspace.com/gyddis


Gyða Lóa

Hafdís Helga Helgadóttir

Haukur Hallsson - Ég held ég verði bara að segja að Haukur sé besti karlkyns vinur minn. Sama hversu pirruð og leiðinleg ég er í stærðfræði þá nennir hann samt alltaf að hjálpa mér! Ég held líka að hann eigi eftir að koma í kaffi eins og Edda. Mér finnst hann bara magnaður og æðislegur. Kannski hann verði ógeðslega góður í handbolta og búi í Þýskalandi og ég líka með Andra og við verðum vinahjón. Það væri nú gaman! Æjj já, hann er æðigæði og myndarlegur í þokkabót! Get to know this guy sko.
haukur-hallsson.blogspot.com


Haukur minn litli Örn Gunnarsson - Hann er nú meira ljúfmennið! Litli pollinn og tilvonandi Verzlóhomminn Haukur Örn tryllir stelpurnar, hann er ekkert svo lítill lengur skal ég segja ykkur! Hann er æðibiti sem ég borða í nesti. Semsagt hann er ógeðslega hress, sætur og skemmtilegur. Og það eru alltaf góðir kostir ekki satt?

Helga Björg Antonsdóttir - Þegar ég hugsa um Helgu hugsa ég svo margt, fyrst kemur upp í hugann "Brynhildur Pooooob!" og svo bleikur, glamúr, ofdekraðaríkabelja (sagt í góðum tón :) ), mesta æðimamma í geimi (Me and Helga´s Mom are like thiiis), sumarið þar sem Helga hringdi á hverjum degi úr Glerborg, gúff gúffanna, Skokkklúbburinn Kiddi og svo ótal margt annað. Helga er enn ein vinkona mín sem er ofboðslega góð vinkona mín en ég tala alls ekki nógu mikið við. Hún er samt frábær og svo mikill flipphaus að ég gæti grenjað. Ég dýrka Helgu og lem þig ef þú böggar hana!

Hahaha Helga, ó Helga!

Hjalti - Krúttípútt sko! Hjalti er svo ofboðslega góður strákur. Hann gerir og segir líka oft fyndna hluti eins og þegar hann kom allt í einu hjólandi í útileguna og þegar hann girti niður um sig buxurnar allt í einu til að vera með í fatapóker (hahahahah).


Hlöðver Eggertsson

Hrönn Magnúsdóttir- Þessi gella, þessi gella! Hún er í MH og í Fordogco maður. Hún er nú meiri flipparinn, hözzlerinn og vinkonan. Ég ætla að tala ógeðslega miklu meira við Hrönn á næstu vikum. Líst helvíti vel á stúlkuna sem hefur the look með sér ;) En núna býr hún í Englandi og er bara speaking english with the little kids.
blog.central.is/fordogco

Ég vildi að ég væri Hrönn á þessari mynd!

Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir - Enn ein Eistagellan! Hún er svo skemmtileg og æðisleg krakkar. Við deildum ástarsögum en svo er hún bara á lausu núna! Hún er Verzlódama (eins og allir vinir mínir eða eitthvað..) og tónlistargúru. Hún er illa góð á því. Ég elska Eistagellurnar vinkonur mínar.


Jónína Margrét Sigurðardóttir - Eitt sumar vorum við bestubestu vinkonur! Svo varð hún kúl og fór í Réttó. Síðasta vetur vorum við saman í ÞÝS 203 sem var mjög gaman svona eins og Ína er. Það er alltaf gaman að koma heim til hennar og að tala við hana minnir mig á good old times. Þetta sumar okkar var nefnilega awesome! Hún er yndisleg hún Músjúh!
blog.central.is/gledi


Lárus Valur Kristjánsson- Ég er búin að þekkja hann síðan í 1.bekk. Ég var skotin í honum allan barnaskóla, og er það enn. Nei djók.
Hann er svo skemmtilegur, við erum þýskufélagar. Ég vona að ég, Haukur og Lárus verðum saman í ÞÝS 303. Hann var með geðveikt mikið af krullum sem var geðveikt töff. Hann getur stundum verið ógeðslega pirraður sem er ógeðslega fyndið.


Linda Ósk Árnadóttir - Djöfull er hún HRESS maður! Þessi stelpa er ótrúlega skemmtileg. Hún er líka svolítið fyrir það að djamma og gera eitthvað sniðugt með Snædísi. Ég held að hún sé bara allt sem maður þarf í vinkonu - getur verið ofboðslega hress og skemmtileg en líka hlustað og talað sjálf í rólegheitunum. Ég veðja á Lindu.
blog.central.is/skogarlif


María Klara Jónsdóttir - Einu sinni vorum við foringjar í Fossvogsskóla. Núna er hún bara mega gella. (Verslógella, að sjálfsögðu..) Hún er í heilögu þrenningunni, HelgaMaríaBirta - þær eru svo FLIPPAÐAR maður ertu ekki að grínast.
Við María höfum allavegna þekkst síðan ég var 6 ára, stundum verið vinkonur og stundum andstæðingar því eins og ég sagði vorum við báðar foringjar í Fossvogsskóla.


Oddur Júlíusson - Hann er ótrúlega skemmtilegur! Ég var einu sinni skotin í honum, ég held að þess vegna hafi ég viljað hafa hann með. Hann er skemmtilegur. Manni líkar svo vel við þennan gaur.
myspace.com/svuntutheysir


Rakel Sif Haraldsdóttir - Hún er svo mikið gúrí! Ég er að fíla þessa stelpu. Hún er í MH, ógeðslega sææt.

Rósa Ingólfsdóttir - Það er rosalegt að setja frænku vinkonu manns í vini en Rósa er bara vinkona mín! Hún og Álfhildur eru semsagt frænkur og svoleiðis kynntist ég Rósu sem er nú meiri æðibitinn. Hún er svo tilfiningamikil en samt svo hörð gella. Við förum stundum saman á ÍR leiki sem er góóð tilbreyting frá því að sitja ein uppi í stúku hehe. Ég myndi kannski ekki hringja í Rósu og fara í heimsókn til hennar að spjalla, ekki af því að ég vildi það ekki - við þekkjumst bara ekki þannig. En ég myndi samt gera ýmislegt með henni. Já hún er góð stelpa hún Rósa.
rosing.bloggar.is

í góðra vina hópi - Rósa er DKNY!

Sigurður Jón Júlíusson - Siggs maður! Hann var með mér í Réttó og MH núna. Hann kemur stöðugt á óvart, hann er ógeðslega fyndinn þegar hann segir eitthvað. Stundum segir hann nefnilega ekki neitt sem er í sjálfu sér frekar fyndið líka. Lesið prófílinn hans á nfmh.is, hann er fyndinn hehe.


Snædís Ylfa- Besta vinkona Lindu og í BLÁS krúinu sko. Hún er líka frænka hans Andra. Snædís er flippari og djeeemmari, hún gerir ýmislegt sem ég myndi ekki gera af því ég er skræfa. Snædís er svona "fuck the system" gella sem hlustar á hardcore tónlist og fer á tónleika, beisikklí MH.
myspace.com/snaedis


Steinar Þór Ólafsson- Vinasamband okkar er skrítið. Steinar er sennilegast sá vinur minn sem mig langar oftast og mest til að tala við en geri ekki. Það eru tilfinningarnar allar. Mér þykir allavegna óendanlega vænt um hann og vona að það sé endurgoldið.
photokid.us


Sunna Lilja Björnsdóttir - Hún er sú fyndnasta í bransanum! Var í Fossó, Réttó, MH og við æfðum handbolta saman. Hún segir hvert gullkornið á eftir öðru og er úber íþróttakona. Hún hlustar alltaf á FLASS og fílar tónlistina þar í tætlur. Ég held að engum hefði dottið í hug að Sunna yrði þessi wild girl sem hún er :). Við handboltagellur <3 Sunnu en hún er á leiðinni til Dómíníska Lýðveldisins í vetur.
rjominn.tk


Tinna Óðinsdóttir- Hún er ein af bestu vinkonum mínum. Hún er svo skemmtileg og fyndin að það hálfa væri nóg! Brandararnir koma eftir færibandi af vörum hennar. Í 10.bekk vorum við saman á hverjum degi og alveg pottþétt á föstudögum! Núna er hún í MS en ég segiii að hún eigi að koma í MH! Hún er ógeðslega góð í fótbolta og lífið hennar er þar sem þýðir að ég hitti hana ekki nógu oft. Þau skipti sem við hittumst verða þá bara skemmtilegri :) Æ lof jú honn!

Tinna fær STÓRA mynd!

Unnur Magnúsdóttir

Valdimar Valdimarsson - Ákvað að hafa hann með. Í áttunda bekk skrifaði ég Valda ástarbréf á dönsku. Hann er knúsulegasti gaur í heimi. Hann er sá sem fann upp Glamúrgellu nafnið, og enn þann dag í dag er ég ánægð með það. Takk fyrir að lesa mig svona vel Valdi minn, því ég er nú glamúrgella með meiru ha!

Þórey Heiðarsdóttir - Hún er Réttó, MH og handboltagella. Það er hægt að hlæja mikið að henni og með henni, hún er algjör steik og segir mörg gullkorn. Ég tala oft við hana í skólanum og á æfingum og svoleiðis en er kannski ekki mikið utan þess að hringja í hana og flippa í henni.

blog.central.is/boobie_dippas